Skorað á íbúa að draga úr plastpokanotkun
feykir.is
Skagafjörður
15.11.2014
kl. 11.53
Á fundi sem haldinn var í Kvenfélagið Sauðárkróks þann 10. Nóvember sl. skorar félagið á íbúa Skagafjarðar að draga úr notkun plastpoka og nota í staðinn margnotapoka eða maíspoka, sem brotna betur niður úti í náttúrunni.
Er áskorunin sett fram með umhverfissjónarmið í huga, enda hefur notkun plastpoka vaxið óhóflega á undanförnum árum. Telja kvenfélagskonur það umhugsunarefni hvernig við skilum móður jörð til næstu kynslóðar. Umbúðavæðing er mikil en varðandi plastpoka eru aðrir valmöguleikar fyrir hendi.
Haldapokar úr maís eru væntanlegir í Skagfirðingabúð.