Skotfélagið Markviss undirbýr sumarið

Skotfélagið Markviss undirbýr sig fyrir sumarið og dagskráin farin að taka á sig mynd. „Nú styttist í að æfingar á skotsvæðinu hefjist fyrir alvöru þetta sumarið, að venju verða almennar æfingar einu sinni í viku og vonumst við til að sjá sem flesta á svæðinu í sumar, hvort sem er til að skjóta eða bara í kaffispjall,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu birt á Húna.is.

Þá verður Átaksverkefni Skotvís og skotfélaganna „Dúfnaveislan“, sem hleypt var af stokkunum í fyrra, endurtekið í sumar og verða væntanlega veglegir vinningar í boði líkt og síðast.

Sumardagskrá Skotfélagsins er eftirfarandi:

  • Almennar æfingar, miðvikudagskvöld frá kl. 20 til 22, hefjast þann 6. júní og verða til loka ágúst.
  • Landsmót STÍ, haldið dagana 23. – 24.  júní.
  • Opnir dagar 17. júní og um Húnavöku 21.-22. júlí. Þá gefst almenningi kostur á að koma og kynnast íþróttinni af eigin raun án endurgjalds. Nánar auglýst síðar.

Samkvæmt tilkynningu er hugmynd uppi hjá mótanefnd Markviss um að halda svokallað „veiðibyssu“ mót í sumar. Þar yrðu aðeins leyfðar byssur með svokallaðri „FULL“ þrengingu og skotið á mismunandi skotmörk. Tímasetning hefur ekki verið ákveðin.

Einnig viljum við benda fólki á að við getum tekið á móti hópum með stuttum fyrirvara, tilvalið fyrir þá sem eru að skipuleggja óvissuferðir, steggja/gæsaveislur o.f.l.,“ segir loks í tilkynningu.

 

Fleiri fréttir