Skráning fermingarbarna 2010 er hafin

Á vef Sauðárkrókskirkju er sagt frá því að nú sé kominn sá tími að skrá þurfi fermingarbörn næsta vors til fermingarfræðslu.

Að venju verður byrjunin á fermingarfræðslunni tekin með trompi þar sem farið verður í Vatnaskóg vikuna 23.-27. ágúst. Þar verður dagskráin heldur ekki af verri endanum en hún skiptist í kennslu, helgihald og frítíma þar sem engum ætti að leiðast. Á staðnum má t.d. finna bryggju með bátum til að sigla á, flott íþróttahús, heitan pott, smíðaverkstæði og svo auðvitað sjálfan skóginn.

Fermingarbörn ásamt foreldrum eru boðuð til messu og undirbúningsfundar vegna ferðalagsins sunnudaginn 22. ágúst (tímasetning verður þó nánar auglýst í sjónhorni)

Skráning fermingarbarna er á netfang sóknarprests sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is og fer þannig fram að foreldrar senda nafn barn síns og fá eyðublað sent tilbaka í tölvupósti.

Allar nánari upplýsingar um ferðina og skráningu fermingarbarna er á þessum link fyrir neðan á vef Sauðárkrókskirkju http://kirkjan.is/saudarkrokskirkja/2010/05/skraning-i-fermingarfr%c3%a6%c3%b0slu-2010-2011/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir