Skráning hafin í Vetrar T.Í.M.
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Vetrar T.Í.M. og geta foreldrar barna sem stunda íþróttir hjá UMF.Tindastóli skráð þau á heimasíðu Svf. Skagafjarðar. Öll börn sem æfa fótbolta, körfu, frjálsar og sund hjá Tindastóli skal skrá inn í kerfið. Skráningu lýkur þriðjudaginn 23.október.
Foreldrar eru beðnir að hafa það í huga að skráningin nú er bindandi fyrir allan veturinn en hægt verður að afskrá og nýskrá börn í byrjun janúar 2013. Hægt er að prenta út æfingatöflu hvers barns en æfingatöflur og gjöld er einnig að finna á heimasíðum deildanna, www.tindastoll.is
Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að skráninga-og innheimtukerfið sé ætlað að halda utan um þátttöku barna í skipulögðu íþrótta-og tómstundastarfi og hannað til þess að auðvelda foreldrum, þjálfurum, íþróttadeildunum og sveitarfélaginu að halda utan um iðkendaskrána og er rukkunin gerð með einum sameiginlegum greiðsluseðli fyrir allar deildir.
Foreldrar hvers barns með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði á aldrinum 6-18 ára eiga rétt á hvatapeningum 8.000,-krónum einu sinni á ári að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Sjá nánar HÉR