Skráning í Sumar T.Í.M. hefst á morgun

Skráning í Sumar T.Í.M. - tómstundir, íþróttir og menningu fyrir 5-12 ára gömul börn (f. 2002-2008) í Skagafirði hefst á morgun, mánudaginn 26. maí. Fjölbreytt úrval íþróttagreina, tómsstunda- og menningarnámskeiða er í boði og má sjá þau r.

Á Hólum hefjast námskeiðin mánudaginn 2. júní  til 27. júní, alla virka daga frá kl. 8:00 til 14:00. Þátttakendum frá Hofsósi býðst að sækja námskeiðin á Hólum.

Á Sauðárkróki hefjast námskeiðin hefjast mánudaginn 10. júní og standa til 9. ágúst, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:10 til 11:40 og frá kl. 13:10 til 14:40. Hægt er að kaupa vistun til kl. 16:00 mánudaga til fimmtudaga.

Á föstudögum er „Föstudagsfjör“ frá 8:10-12:00.

Rafræn skráning verður á heimasíðunni tim.skagafjordur.is og rennur umsóknarfrestur út fimmtudaginn 29. maí.

Upplýsingar veitir Þorvaldur, 660-4639 eða valdi@skagafjordur.is.

 

Fleiri fréttir