Skrautlegt fiðrildi í Bílabúðinni

Á vef Náttúrufræðistofnun Íslands kemur fram að í heiminum séu um 174.250 tegundir fiðrilda þekktar, í Evrópu 86 og 26 ættir hafi fundist á Íslandi. 17 þeirra eiga landlæga fulltrúa eða hýsa tegundir sem hingað hafa borist með vindum og alls 58 nafngreindar tegundir borist með varningi. Eitt skrautlegt fiðrildi kom einmitt með varningi á Bílaverkstæði KS í gær.

Til hagræðingar er fiðrildum gjarnan skipt í tvennt, annars vegar þau sem bera vængi í hvíldarstöðu samanlagða upp frá bolnum, hins vegar þau sem leggja vængina flata eða hvelfda yfir bolinn. Mynd: PF.

 

 

 

Benedikt Egilsson, verslunarstjóri, fann fiðrildið í gám sem innihélt Vrederstein hjólbarða frá Hollandi en hann hélt að það væri dautt þar sem það hreyfði sig ekkert. En þegar hann tók í vænginn á því sá Benedikt eitthvert smá líf og tók það með sér inn í búð þar sem það braggaðist vel og var farið að breiða út vængi og blaka þeim.

Ekki er alveg ljóst hver afdrif fiðrildisins verður en haft var samband við Náttúrustofu Norðurlands vestra sem líklega tekur það undir sinn verndarvæng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir