Skúlabraut 22 er Jólahús ársins 2017 á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
03.01.2018
kl. 16.45
Lesendur Húnahornsins völdu Skúlabraut 22 sem Jólahús ársins 2017 á Blönduósi. Húsið, sem hýsir Sambýlið á Blönduósi, er fallega skreytt jólaljósum, er mjög jólalegt og sannarlega vel að þessari viðurkenningu komið.
Á Húna.is segir að þátttakan í leiknum hafi verið með besta móti í ár og fengu þrettán hús tilnefningu. Þau hús sem tilnefnd voru oftast, fyrir utan Skúlabraut 22, voru Húnabraut 25, Hlíðarbraut 1, 3 og 8, Mýrarbraut 11 og Skúlabraut 1.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.