Slæm spá, hálka og éljagangur á flestum leiðum

Spáð er vaxandi norðanátt eða 18 - 23 m/s um hádegi í dag en 10 - 15 í innsveitum með snjókomu. Síðdegis á síðan að hvessa enn frekar og er gert ráð fyrir norðvestan 20 - 25 á annesjum í kvöld annars 13 - 18 og úrkomumeira, einkum í nótt.

 Á morgun er gert ráð fyrir heldur skaplegra veðri eða norðan 8-15 og éljagangur.  Frost víða 0 til 6 stig. Enn sem komið er eru flestir vegir á Norðurlandi vestra færir en spáin er slæm og um að gera að fara varlega.

Fleiri fréttir