Smáforrit fyrir Húnaþing vestra

Ferðamálafélag Húnaþings vestra hefur gefið út app eða smáforrit sem nefnist „Hunathing“. Hefur það að geyma allar helstu upplýsingar um Húnaþing vestra og þá þjónustu sem þar er í boði. Á vef Húnaþings vestra segir að tilgangur appsins sé „að auka jákvæða upplifun ferðamanna á svæðinu sem og að auðvelda þeim sem leiðsegja gestum um svæðið sitt."

Verkefnið styrku Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Húnaþing vestra og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.


Finna má smáforritið bæði fyrir Apple og Android undir nafninu „Hunathing“ eða með því að nota þessa QR kóða

 

Fleiri fréttir