Smáframleiðsla matvæla í Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður leitar nú upplýsinga um aðila sem eru í smáframleiðslu matvæla í Skagafirði og selja matvöru eða matarhandverk. Einnig ef einhverjir hyggjast ráðast í slíka starfsemi.

Tilgangurinn er sá að kanna grundvöll hugsanlegs samstarfsvettvangs á milli aðila eða veita þeim ráðgjöf við þróun og markaðssetningu.

Eru framleiðendur og aðrir áhugasamir um að hefja framleiðslu beðnir um að hafa samband við Laufeyju Skúladóttur í síma 823-8087 eða gegnum netfangið laufey@skagafjordur.is.

Fleiri fréttir