Snæfell heldur í vonina með sigri á Stólastúlkum í kvöld

MYNDVINNSLA: DAVÍÐ MÁR
MYNDVINNSLA: DAVÍÐ MÁR

Tindastóll og Snæfell léku þriðja leik sinn í úrslitakeppni um sæti í efstu deild nú í kvöld og var leikið í Stykkishólmi. Stólastúlkur höfðu unnið góða sigra í fyrstu tveimur leikjunum og hefðu því getað sópað liði Snæfells úr keppni í kvöld en það fór á annan veg. Lið Tindastóls sá ekki til sólar í fyrri hálfleik og þrátt fyrir smá klór í síðari hálfleik tókst stelpunum ekki að minnka muninn að ráði. Lokatölur 67-54.

Lið Snæfells náði undirtökunum strax í byrjun og þær leiddu að loknum fyrsta leikhluta, 14-8. Okoro minnkaði muninn í þrjú stig, 17-14, snemma í öðrum leikhluta en þá kom frábær kafli hjá heimastúlkum þar sem þær gerðu 21 stig á meðan lið Tindastóls gerði sex stig. Staðan því 38-30 í hálfleik.

Það gekk of rólega að ná niður þessum mun í þriðja leikhluta og minnstur varð munurinn í lok leikhlutans og það munaði 15 stigum fyrir lokafjórðunginn. Góð byrjun í þeim leikhluta gat sett pressu á heimaliðið og fyrstu körfurnar gerðu Rannveig og Kasapi og munurinn kominn niður í ellefu stig. Shawnka Shaw reyndist hins vegar Stólastúlkum erfið í kvöld og hún sá til þess að gestirnir brúuðu ekki bilið. Minnstu varð munurinn níu stig þegar þrjár mínútur voru eftir, staðan 59-50, en næstu fjögur stig komu frá Shaw og þar með var sigur og sóp úr sögunni.

Emese Vida var atkvæðamest Stólastúlkna í kvöld með 20 stig og 16 fráköst, Kasapi var með níu stig og Okoro átta. Í liði Snæfells var Shaw með 30 stig og 18 fráköst og nokkuð ljóst að lið Tindastóls þarf að gera betur í hægja á henni ætli liðið sér sigur í fjórða leiknum sem verður í Síkinu nk. fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir