S.O.B. / Nathaniel Rateliff & The Night Sweats

Nathaniel Rateliff & The Night Sweats.
Nathaniel Rateliff & The Night Sweats.

Þjóðlagapopphetjan Nathaniel Rateliff frá Hermann í Missouri í Bandaríkjunum hefur vakið athygli upp á síðkastið í viðhengi við The Night Sweats, sálarskotið ryþma og blús kombó sem hann setti á laggirnar árið 2013.

Nú um mitt sumar kom síðan út fyrsta breiðskífa Nathaniel Rateliff & The Night Sweats og var fyrsta smáskífan lagið sem hér fylgir – S.O.B. ­– og er ansi hresst.

Fleiri fréttir