Sögudagur á Sturlungaslóð 12. ágúst
feykir.is
Skagafjörður
08.08.2017
kl. 17.32
Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði verður laugardaginn 12. ágúst og að þessu sinni er hann helgaður endurútgáfu bókarinnar Á Sturlungaslóð sem hefur verið ófáanleg í mörg ár. Félagið á Sturlungaslóð boðar til málþings í Kakalaskála þar sem félagsmenn kynna bókina og fær til liðs við sig fræðimennina doktor Árna Daníel Júlíusson, einn af textahöfundum bókarinnar, og Aðalheiði Guðmundsdóttur prófessor í miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands sem munu flytja erindi.
Málþingið hefst kl 16 og verða kaffiveitingar og umræður að því loknu og aðgangur ókeypis.