Sögufélagið Húnvetningur fundar í Eyvindarstofu
Sögufélagið Húnvetningur heldur aðalfund sinn í Eyvindarstofu á Blönduósi næstkomandi sunnudag, 6. maí, og hefst fundurinn klukkan 14:00. Á fundinum mun sagnfræðingurinn Kristján Sveinsson fjalla um vita og hafnir í Húnaþingi. Þá verður sagt frá fundaröð í Húnabúð í Skeifunni sem Sögufélagið hefur tekið þátt í undanfarna vetur.
Sögufélagið Húnvetningur var stofnað 1938 og hefur unnið að margs konar söfnun innan héraðsins, s.s. ættarskráa, örnefna, verkfæraskýrslna og ljósmynda sem eru í vörslu Héraðsskjalasafns Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Einnig hefur félagið komið að útgáfu margra bóka og ritraða, síðast á ritröðinni Ættir Austur-Húnvetninga sem kom út í fjórum bindum kringum síðustu aldamót.
Allir eru velkomnir á fundinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.