Söguleg safnahelgi hefst á morgun

Farðu ekki of langt yfir skammt!!! Hvað er til skemmtunar og fræðslu í næsta nágrenni - nú eða hérna rétt handan við hæðina. Þú gætir hlustað á frásögn um Guðrúnu frá Lundi, tékkað á hvað er í boði í Grettisbóli, tekið þátt í umræðum um hvernig tengjast listir umheiminum utan listalífsins,  hefur þú litið við á Þingeyrum nýlega eða skoðað bílana á Samgönguminjsafninu eða séð fiskana í Laxasetrinu.

Farðu inn á www.huggulegthaust.is veldu þér skemmtilegustu staðina og skelltu þér í helgarferð í heimabyggð - þú gætir líka tekið rútuna! Skoðaðu  www.huggulegthaust.is og sjáðu hvað er í boði. Minni líka á vinningana, þú getur unnið ef þú tekur þátt.

  • Riis hús Borðeyri.
  • Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Reykjasafn, Reykjum.
  • Húsfreyjurnar Vatnsnesi / Sviðamessa.
  • Selasetur Íslands Hvammstanga.
  • Verslunarminjasafnið Bardúsa Hvammstanga.
  • Grettistak Laugarbakka / Spes sveitamarkaður.
  • Langafit handverkshús Laugarbakka.
  • Þingeyrakirkja.
  • Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi.
  • Eyvindarstofa Blönduósi.
  • Þekkingarsetur Blönduósi.
  • Minjastofa Kvennaskólans á Blöndósi.
  • Hafíssetrið Blönduósi.
  • Laxasetur Íslands Blönduósi.
  • Textílsetrið Blönduósi.
  • Vatnsdæla á refli.
  • Nes listamiðstöð Skagaströnd.
  • Árnes Skagaströnd.
  • Spákonuhof  Skagaströnd.
  • Rannsóknarsetur HÍ á Norðurlandi vestra, Skagaströnd
  • Gestastofa sútarans Sauðárkróki.
  • Minjahúsið á Sauðárkróki, Byggðasafn Skagfirðinga
  • Á Sturlungaslóð í Skagafirði.
  • Sögusetur íslenska hestsins,  Hólum í Hjaltadal.
  • Samgönguminjasafnið  Stóragerði.
  • Vesturfarasetrið  Hofsósi.

Söguleg safnahelgi er styrkt af Menningarráði og Vaxtarsamningi Norðulands vestra.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir