SOMEBODY THAT I USED TO KNOW / Ingrid Michaelson

Stúlka er nefnd Ingrid Michaelson og er fjölhæfur tónlistarmaður.

Hún er rétt rúmlega þrítug, hefur gefið út fjórar breiðskífur og sú fimmta er að koma út síðar í þessum mánuði.

Ingrid hefur átt lög í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum eins og Scrubs, Bones, Grey's Anatomy, The Big C og One Tree Hill. Hún tók þátt í að semja smellinn Parachute sem Cheryl Cole kom á toppinn í Bretlandi árið 2010.

Hér er hún hins vegar að flytja lag sem varð vinsælt með Belganum Gotye síðasta haust, Somebody That I Used To Know. Ingrid spilar á öll hljóðfærin.http://www.youtube.com/watch?v=dUxLK1misbw

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir