Söngkeppni Friðar í desember

Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Friðar verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði þann 12. desember næstkomandi og eru nemendur 8. – 10. bekkjar, sem hafa áhuga á að taka þátt, hvattir til að hafa samband við Hús frítímans.

Keppnin er undankeppni söngkeppni Samfés sem fer fram árlega í byrjun mars en þangað komast 30 atriði að undangengnum forkeppnum í hverjum landshluta. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegara og aðra.

Keppnin hefst kl. 19:00 og eru allir velkomnir, foreldrar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Eftir keppnina verður ball fyrir alla 8.-10. bekkinga í Skagafirði.

Fleiri fréttir