Söngur um sumarmál á Blönduósi

Hin árlega samkoma Söngur um sumarmál verður haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 18. apríl n.k. kl. 20.30. Fram koma eftirtaldir kórar: Karlakórinn Heimir úr Skagafirði, Söngfélagið Sálubót úr S-Þingeyjasýslu auk heimakóranna sem eru Samkórinn Björk og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.

Að söngskemmtun lokinni verður dansleikur með hljómsveitinni Sixties. Aðgangseyrir á dagskrá er kr. 2000

 

 

 

 

Fleiri fréttir