Spáð snjókomu og svo rigningu

Ritstjóri Feykis var svo forsjáll að panta dekkjaskipti fyrir viku síðan, harðákveðinn í því að það væri upplagt að skipta í morgun. Sennilega gáfulegt. MYND: ÓAB
Ritstjóri Feykis var svo forsjáll að panta dekkjaskipti fyrir viku síðan, harðákveðinn í því að það væri upplagt að skipta í morgun. Sennilega gáfulegt. MYND: ÓAB

Það snjóar á höfuðborgarsvæðinu og þar er vetrarfærð með tilheyrandi umferðarteppum. Ástandið er töluvert skárra hér fyrir norðan og sennilega ekki laust við að einhverjir glotti yfir ástandinu fyrir sunnan þó það sé nú ekki fallegt. Flestir höfuðvegir á Norðurlandi vestra eru snjóléttir en varað er við hálku eða hálkublettum.

Ekki er nú líklegt að við sleppum alveg við þessa niðurkomu en þó varla fyrr en seinni partinn á morgun, miðvikudag, en þá gerir Veðurstofan ráð fyrir lítils háttar snjókomu en það bætir í vind og snjókomu þegar líður á aðfaranótt fimmtudags en veðrið gengur niður þegar líður á daginn. Það hlýnar síðan á föstudag og þá fer úrkoman að falla sem rigning og líklegt að það rigni um helgina.

Hér að neðan má sjá færðarkort Vegagerðarinnar frá kl. 13:30 í dag eða þar um bil.

Fleiri fréttir