Spáð vonskuveðri á Öxnadalsheiði í kvöld

Svona reiknar Veðurstofan með að veðrið verði um hádegi í dag á okkar svæði. SKJÁSKOT AF VEÐUR.IS
Svona reiknar Veðurstofan með að veðrið verði um hádegi í dag á okkar svæði. SKJÁSKOT AF VEÐUR.IS

Kröpp lægð gengur nú yfir landið og gulum veðurviðvörunum hefur verið skellt á sunnan- og vestanvert landið þar sem reiknað er með að vindur verði snarpari en hér norðanlands. Engu að síður er gert ráð fyrir roki og rigningu hér á Norðurlandi vestra þó reikna megi með að Skagfirðingar fái heldur meira af bleytunni en Húnvetningar.

Heldur hefur hlýnað miðað við gærdaginn og hitinn verður yfirleitt á bilinu 5-8 gráður í dag en vindur verður að jafnaði á bilinu 10-15 m/sek af vestri eða suðvestri en snýst svo í vestanátt með kvöldinu og þá lægir heldur.

Hálkublettir eru sem stendur á Þverárfjallsvegi og á veginum yfir Vatnsskarð en aðrir vegir eru greiðfærir þá að sjálfsögðu sé rétt fyrir þá sem eru á ferðinni að fara varlega við þessar aðstæður. Reiknað er með slyddu á Öxnadalsheiði þegar líður á daginn og frá því um kl. 18 í dag má búast við slæmu veðri þar en spáð er snjókomu og allt að 17 m/sek.

Fleiri fréttir