Spákonurnar spá góðum Kánrýdögum
Kántrýdagar verða formlega settir í dag á Skagaströnd með fallbyssuskoti klukkan 18 í dag en metnaðarfull fjölskyldudagskrá verður fram á sunnudag.
Meðal þess sem hægt er að kanna á hátíðinni er framtíðin en spákonur rýna í bolla og Tarotspil í Árnesi þar sem Spákonuarfur er til húsa. Og þó að þær rýni inn í framtíðina þá er eins og gengið sé inn í fortíðina þegar komið er inn í húsið sem er 100 ára gamalt og var nýlega gert upp.
Í spátjaldinu við hátíðarsvæðið er er líka hægt að fá lófalestur á laugardagskvöldið frá kl. 20 – 22 og má ætla að unga fólkið vilji athuga ástarmálin, það miðaldra fjármálin og elsi hópurinn hefur eflaust áhuga á heilsunni.
Spákonurnar spá því að hátíðin fari vel fram og margir gestir sæki Skagaströnd heim. Í huga þeirra er ekki nokkur vafi á að veðrið verður mjög gott og allir skemmti sér vel.
Sjá dagskrá Kántrýdaga HÉR

