Spennandi vinnustofur í TextílLabinu á Blönduósi

Á vegum Textílmiðstöðvar Íslands verða haldnar sjö spennandi vinnustofur í TextílLabinu á Blönduósi að Þverbraut 1 dagana 22. apríl - 7. maí nk. Námskeiðin eru ókeypis fyrir þátttakendur á kostnað Shemakes Evrópuverkefnisins sem Textílmiðstöðin tekur þátt í. 

Námskeiðin verða kennd á ensku en íslenskumælandi aðstoðarmaður, Margrét, umsjónarmaður TextílLabs, verður á staðnum og segir í tilkynningu að námskeiðin séu ætluð fullorðnum en eldri börn séu velkomin í fylgd foreldra.

Hægt er að skrá sig á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar en bent er á að farið er fram á 5000 kr. staðfestingargjald sem endurgreitt verður til þeirra sem mæta. Allt efni fyrir vinnustofurnar verður á staðnum.

Dagskrá er eftirfarandi:

  1. apríl: CLO-3D (á netinu)
  2. apríl: Líftextíll
  3. apríl: Soft Robotics
  4. apríl: 3D prentun
  5. apríl: Bakteríulitun
  6. apríl: Keratín
  7. maí: Litla ullarverksmiðjan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir