Spurningakeppni í Borgarbókasafninu um fólkið í Hrútadal og skapara þess

Þeir eru ófáir sem hafa rennt sér í gegnum bækur skagfirska rithöfundarins Guðrúnar frá Lundi og sumir jafnvel með flest á hreinu varðandi sögurnar. Nú gefst þeim hinum sömu tækifæri til að láta ljós sitt skína því í dag fer fram spurningakeppni þar sem spurt verður úr verkum Guðrúnar í Borgarbókasafninu / Menningarhúsi Grófinni í Reykjavík fyrir sunnan í dag.

Spyrill í keppninni er Kiljukonan Sunna Dís Másdóttir en spurningahöfundar eru þau Marín Guðrún Hrafnsdóttir, langömmubarn skáldkonunnar, og Þórður Sævar Jónsson. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni auk þess sem sigurliðið mun hljóta vegleg verðlaun.

Á heimasíðu Borgarbókasafnsins kemur fram að aðdáendur Guðrúnar frá Lundi séu sérstaklega hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegri spurningakeppni á milli kl. 17–19 í dag, 1. mars, og það sama á vitaskuld við um áhugafólk um bókmenntir almennt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir