SSNV skipar samgöngu- og innviðanefnd

Einbreið brú yfir Laxá í Refasveit. Mynd:FE
Einbreið brú yfir Laxá í Refasveit. Mynd:FE

Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem haldið var á Blönduósi 19. október sl.var skipuð samgöngu- og innviðanefnd í framhaldi af samþykkt 25. ársþings SSNV.  Nefndinni er ætlað að vinna að upplýsingaöflun vegna samgönguáætlunar SSNV með starfsmönnum samtakanna en að því er segir á vef SSNV er „ítarleg upplýsingaöflun og greining á þáttum er varða samgöngu- og innviðamál grundvöllur þess að setja megi saman raunhæfar áætlanir um uppbyggingu samgöngumannvirkja og annarra innviða í landshlutanum.“

Nefndin er skipuð einum fulltrúa frá hverju aðildarsveitarfélagi samtakanna. Þeir eru: 

Aðalmenn:                                                            Til vara:

Indriði Þór Einarsson                                          Sveinn Úlfarsson, Skagafirði.
Magnús Magnússon                                          Guðný Hrund Karlsdóttir, Húnaþ. vestra
Alexandra Jóhannesdóttir                                 Halldór G. Ólafsson, Svf. Skagaströnd
Guðmundur Haukur Jakobsson                       Rannveig Lena Gísladóttir, Blönduós.
Drífa Árnadóttir                                                   Eyþór Einarsson, Akrahreppur
Einar K. Jónsson                                                Þorleifur Ingvarsson, Húnavatnshreppur
Dagný Rósa Úlfarsdóttir                                    Magnús Björnsson, Skagabyggð 

Framkvæmdastjóri mun starfa með nefndinni og aðrir starfsmenn samtakanna eftir atvikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir