SSNV úthlutar tæpum 85 milljónum í atvinnu- og menningarstyrki

Frá síðustu úthlutun SSNV. Greta Clough, Evelyn Kühne, Erla Björk Helgadóttir og Lárus Ægir Guðmundsson, formaður úthlutunarnefndar. Mynd: FE.
Frá síðustu úthlutun SSNV. Greta Clough, Evelyn Kühne, Erla Björk Helgadóttir og Lárus Ægir Guðmundsson, formaður úthlutunarnefndar. Mynd: FE.

Úthlutun styrkja á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) til menningarmála og atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2017 er lokið. Styrkir eru veittir úr tveimur sjóðum; Uppbyggingarsjóði, þar sem úthlutað var rúmum 67 millj. kr. og Atvinnu- og nýsköpunarsjóði en þar var úthlutað rúmum 17 millj. kr. Í heild bárust 150 umsóknir þar sem óskað var eftir 200 milljónum kr. í styrki. Úthlutað var styrkjum til 90 verkefna. Fyrri úthlutun ársins fór fram í febrúar sl. en þá var úthlutað um 66 millj. kr. Seinni úthlutun var í maí og þá var úthlutað 18,5 millj. kr.

Alls var tæpum 50 millj. kr. úthlutað til atvinnuþróunar og nýsköpunar og tæpum 35 millj. kr. til menningarmála. Hæsti styrkurinn nam 5,2 millj. kr. en sá lægsti var 100 þús. kr.
Verkefnin sem voru styrkt eru mjög fjölbreytt. Mörg verkefni tengjast ferðaþjónustu, önnur framleiðslu á fæðubótarefnum, markaðssetningu á margskonar vörum, stofnun brúðuleikhúss, konfektgerð, tónleikum, leiklist, hönnun og handverki, bókaútgáfu, starfsemi safna og setra, kvikmyndagerð, ræktun matjurta o.s.frv.
Upplýsingar um styrkhafa er að finna á heimasíðu SSNV, .

Fleiri fréttir