Staða sveitarstjóra á Skagaströnd laus til umsóknar

Frá Skagaströnd. Mynd: Skagastrond.is
Frá Skagaströnd. Mynd: Skagastrond.is

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar. Í auglýsingu um starfið segir að leitað sé að sjálfstæðum einstaklingi með leiðtogahæfni og frumkvæði til framkvæmda auk hæfni í mannlegum samskiptum.

Í auglýsingunni, sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins, segir ennfremur að sveitarstjóri hafi umsjón með daglegum rekstri sveitarfélagsins og beri ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar. Auk þess hefur hann yfirumsjón með fjármálum, bókhaldi og áætlanagerð jafnframt því að hafa yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og starfsmannamálum.

Sveitarstjóri starfar náið með sveitarstjórn og annast samskipti og upplýsingamiðlun við samstarfsaðila auk þess að annast undirbúning og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar.

Meðal annars eru gerðar kröfur til til þess að nýr sveitarstjóri hafi menntun sem nýtist í starfi, reynslu af rekstri og stjórnun, þekkingu og reynslu á sviði fjármála, og þekking á sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu er kostur. Þá er góð íslenskukunnátta í ræðu og riti sett sem skilyrði.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 2. júlí nk. Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 588-3031 frá kl.13-15 alla virka daga meðan á umsóknarferlinu stendur. Eigin starfsferilskrár og meðfylgjandi gögn skal senda til stra@stra.is. Þeir sem eiga umsóknir fyrirliggjandi hringi sendi rafpóst með tilkynningu um þátttöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir