Stærsta hótel á Norðurlandi vestra opnað eftir viku

Örn Arnarson á og rekur hið nýja hótel, ásamt eiginkonu sinni, Hildi Ýr Arnarsdóttur. Mynd: KSE
Örn Arnarson á og rekur hið nýja hótel, ásamt eiginkonu sinni, Hildi Ýr Arnarsdóttur. Mynd: KSE

Nýtt hótel, Hótel Laugarbakki, verður opnað þann 17.maí á Laugarbakka í Miðfirði í húsnæði sem áður hýsti grunnskóla héraðsins á veturna en Edduhótel á sumrin. Eigendur hótelsins eru hjónin Hildur Ýr Arnarsdóttir danskennari og ferðamálafræðingur og Örn Arnarson iðnrekstrarfræðingur.

Feykir kíkti í heimsókn á Laugarbakkaá dögunum, meðan framkvæmdir voru enn í fullum gangi. Örn, sem var á staðnum ásamt fjölda iðnaðarmanna, tók vel á móti blaðamanni og sagði frá hinu nýja hóteli og áformum þeirra hjóna um reksturinn. Viðtalið birtist í nýjasta tölublaði Feykis sem kom út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir