Starfsþjálfun frá Árskóla

Á leikskólanum Furukoti á Sauðárkróki verða fram að áramótum þrjár stúlkur í starfsþjálfun frá Árskóla. Skólinn hefur boðið nemendum sínum upp á starfsþjálfun til fyrirtækja sem hluta af vali og segir Kristrún Ragnarsdóttir að vinsælt hafi verið hjá stelpum að koam í startsþjálfun en aðeins einn strákur hafi hingað til skráð sig í starfsþjálfun á leikskóla.

-Við erum orðið alltaf á veturnar með nokkrar stelpur hjá okkur og reynum að hafa eina á hverrri deild, segir Kristrún. -Um áramót velja þær sér síðan aftur og stundum velja stelpurnar að koma aftur til okkar og eru þá með okkur allan veturinn, bætir hún við.

Heimasíðu Furukots má sjá hér

Fleiri fréttir