Stefán Hafsteinsson Íþróttamaður ársins hjá USAH
Á 93. Ársþingi USAH sem haldið var um helgina var tilkynnt um val á Íþróttamanni ársins hjá USAH. Að þessu sinni varð ungur leikmaður meistaraflokks Hvatar í knattspyrnu fyrir valinu en hann heitir Stefán Hafsteinsson.
Stefán lék yfir 20 leiki með meistaraflokki í fyrra og var valinn í U17 landslið Íslands í knattspyrnu og lék 3 leiki með liðinu síðastliðið sumar. Þarna er mikið efni á ferð og vel að valinu kominn.
/usah.is