Stefnir í sumarhelgi og hjólhýsaviðrun

Veðurspáin fyrir laugardaginn eins og hún var um kl. 15 í dag – fimmtudaginn 23. maí 2024. SKJÁSKOT
Veðurspáin fyrir laugardaginn eins og hún var um kl. 15 í dag – fimmtudaginn 23. maí 2024. SKJÁSKOT

Eitthvað örlítið var Feykir að grínast með veðrið í pappírsútgáfu sinni nú í vikunni. Bent var á að tveggja stafa hitatölur hafa ekki verið að gera gott mót þetta vorið. Síðan var sagt var frá að spáð væri allt að 15 stiga hita á Norðurlandi vestra – þetta var spá mánudagsins fyrir helgina framundan – en að sjálfsögðu væri spáð allt að 20 gráðum á Akureyri. Nú hefur þeim á Veðurstofunni snúist hugur.

Það er nefnilega reiknað með örlítið hærri hita á Sauðárkróki en á Akureyri. Veðurspáin fyrir helgina er hin fínasta fyrir Norðurland, hitinn gæti farið í 18 gráður og sunnanandvari ríkjandi. Á morgun, föstudag, verður aftur á móti þungbúið, helludembur á stöku stað og skarpari sunnanátt.

Það er því ekki ólíklegt að hjólhýsahúsmæður spennist nú upp og stefni fjölskyldum sínum út og suður um helgina í leit að góðum bletti til að slaka aðeins á kosningaspennunni og ná sér í bráðfallega brúnku.

Jíha!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir