Stefnumótunarfundur Nes Listamiðstöðvar

Frá opnu húsi í Nes Listamiðstöð 25. október sl. Ljósm./ KSE
Frá opnu húsi í Nes Listamiðstöð 25. október sl. Ljósm./ KSE

Nes Listamiðstöð boðar til opins fundar fimmtudaginn 12. nóvember á veitingastaðnum Borginni. Fundurinn hefst kl 18:00 og er áætlað að hann standi til 21:00 með hléi þar sem boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi.  

Markmið fundarins er að gefa fólki úr nærsamfélagi listamiðstöðvarinnar tækifæri á að taka þátt í að marka félaginu stefnu til næstu 5-10 ára. Hvað er vel gert, hvað má betur fara? Hvar liggja tækifærin og hverjar eru ógnanirnar?

Fundinum stjórnar, Njörður Sigurjónsson, dósent frá Háskólanum í Bifröst. „Bæjarbúar og nærsveitamenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegu verkefni,“ segir í tilkynningu frá stjórn Nes Listamiðstöðvar.

Fleiri fréttir