Steinunn Rósa formaður kjördæmisráðs VG
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.06.2016
kl. 08.00
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir er nýkjörin formaður kjördæmisráðs vinstri grænna í norðvestur kjördæmi.
Á kjördæmisþingi VG sem fram fór um liðna helgi var kjörin ný stjórn kjördæmisráðsins. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir á Sauðárkróki var kjörin formaður en aðrir í stjórn eru Rún Halldórsdóttir á Akranesi og Bjarki Þór Grönfeldt í Borgarnesi.
Eins og Feykir hefur greindi frá í gær var samþykkt á aðalfundinum að fram færi forval vegna komandi alþingiskosninga. Miðað er við að það fari fram seinnipartinn í ágúst.
