Stekkjastaur styrktur með steinasölu

Þessar duglegu stelpur í Húnaþingi vestra styrktu Rauða krossinn með steinasölu. Aðsend mynd.
Þessar duglegu stelpur í Húnaþingi vestra styrktu Rauða krossinn með steinasölu. Aðsend mynd.

Vinkonurnar Freydís Emma, Ayanna Manúela, Bríet Anja og Emelía Íris úr Húnaþingi vestra  söfnuðu fallegum steinum og seldu til styrktar Rauða krossinum. Söfnunarféð kr. 5.250 mun renna í jólasjóðinn Stekkjastaur í Húnaþingi vestra.

Rauði krossinn vill þakka stelpunum fyrir framtakið og þá hugulsemi og samkennd sem býr þar að baki. Stelpurnar góðhjörtuðu eru bæði frá Hvammstanga og úr sveitinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir