Sterkari stelpur - bætt líðan, betri samskipti

Í upphafi mánaðar fór af stað verkefni í unglingadeild Blönduskóla sem heitir Sterkari stelpur – bætt líðan, betri samskipti. Samkvæmt vef skólans miðar verkefnið að því að gefa stúlkum tækifæri til að ræða saman um þau félagslegu skilaboð sem ætluð eru ungum stúlkum í dag, mikilvægi félagstengsla, sjálfsvirðingar og félagslegrar samkenndar. 

Verkefninu er stýrt af Ingibjörgu Auðunsdóttur sérfræðingi hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Stúlkurnar vinna ásamt umsjónarkennurum að ýmsum verkefnum í 10 vikur, en til að ná settum markmiðum er nauðsynlegt að gott og náið samstarf sé við foreldra og aðra starfsmenn skólans.

Fleiri fréttir