Stjarnan Íslandsmeistari í Síkinu – til hamingju Garðbæingar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
21.05.2025
kl. 22.12
Það var háspenna lífshætta í Síkinu í kvöld þegar Tindastóll og Stjarnan mættust í oddaleik í úrslitaeinvígi Bónus deildarinnar. Íslandsmeistaratitlinn var í húfi. Stólarnir voru sprækari framan af leik en botninn datt úr leik liðsins í fjórða leikhluta þar sem liðið gerði aðeins átta stig. Það reyndist of lítið til að halda aftur af Garðbæingum sem náðu yfirhöndinni á lokamínútum leiksins. Stólarnir lögðu allt í sölurnar og voru nálægt því að jafna en spennustigið var of hátt og okkar menn urðu að sætta sig við sárt tap. Lokatölur 77-82.