Stjóra útskrift við Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
02.07.2010
kl. 08.20
Laugardaginn 12. júní sl. brautskráðust bæði framkvæmdastjóri lækninga og hjúkrunar á heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi með meistaragráðu frá Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri.
Í lokaritgerð sinni rannsakaði Sveinfríður viðbótarvinnuálag hjá klínískum hjúkrunarfræðingum með lýsandi aðferðarfræði en Héðinn bar saman mismunandi starfsumhverfi og starfsánægju norskra og íslenskra heimilislækna með hálfstöðluðum viðtölum og eiginlegri aðferðarfræði. Bæði stefna þau á að birta niðurstöður rannsókna sinna í ritrýndum vísindatímaritum á næstu misserum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.