Stóðsmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt

Helgina 14. -16. september næstkomandi fer fram stóðsmölun á Laxárdal og réttir í Skrapatungurétt. Líkt og síðustu ár eru allir hjartanlega velkomnir en helgin er svo sannarlega stórhátíð heimamanna þar sem reiðmenn og aðrir gestir skemmta sér eins og þeim einum er lagið!

Þeir gestir sem hafa áhuga á að slást í för með gangnamönnum á Laxárdal hafa þann kostinn á að leigja hesta hjá heimamönnum eða mæta með sína eigin en gjaldfrjáls nátthagi verður fyrir hross á Strjúgsstöðum (norðan afleggjara við veginn). Fyrir þá sem kjósa að taka ekki þátt í reiðinni sjálfri er bent á að Kirkjuskarðsrétt er í 40 mínútna akstursfjarlægð frá Blönduósi og Skrapatungurétt í aðeins um 15 mínútna akstursfjarlægð.

Fjallkóngur er enginn annar en Skarphéðinn Einarsson kórstjóri karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps með meiru og mun hann sjá um fararstjórn og leiðsögn ferðamanna í stóðsmöluninni.

Ef spurningar vakna er áhugasömum velkomið að hafa samband á Facebook síðu viðburðarins, https://www.facebook.com/skrapatungurett/ eða við Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu s. 452 4848 / info@nwest.is

DAGSKRÁ HELGARINNAR:

Föstudagurinn 14.september:

19.30 Súpukvöld í Félagsheimilinu á Blönduósi, 
https://www.facebook.com/events/252657705579494/

Laugardagurinn 15.september:

  9.30 Lagt af stað frá Strjúgsstöðum í Langadal.
  9.30 Lagt af stað frá Gautsdal.
12.00 Áning í Kirkjuskarði. Kjötsúpa og fleiri veitingar til sölu (ath. enginn posi).
14.00 Riðið af stað frá Kirkjuskarði.
16.30 Áætlaður komutími í Skrapatungurétt.
23.00 Stóðrétta-dansleikur. Hvannadalsbræður í Félagsheimilinu á Blönduósi, 
https://www.facebook.com/events/1120022868151332/

Sunnudagurinn 16.september:

11.00 Stóðréttir í Skrapatungurétt. 
Veitingasala í réttarskúr á meðan réttarstörfum stendur.

 

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir