Stólarnir lagðir á heimavelli
Meistaraflokkur karla í fótbolta tók á móti Ægi frá Þorlákshöfn á Sauðárkróksvelli núna í dag. Úrslit urðu 1-0 fyrir Ægismönnum, en markið kom á 87. mínútu.
Markið skoraði Þorkell Þráinsson fyrir Ægi og lið Tindastóls náði ekki að jafna, enda stutt til leiksloka. Tindastóll situr í 11. sæti í deildinni og næsti leikur þeirra er á móti Hetti, en hann verður fimmtudaginn 25. júní í Fellabæ.
