Stólarnir með 130 stig í sigri á Knattspyrnufélagi Vesturbæjar

Tindastólsmenn léku við lið KV í Powerade-bikarnum um helgina og var leikið í íþróttasal Kennaraháskólans. Ekki reyndust kapparnir í Knattspyrnufélagi Vesturbæjar mikil hindrun fyrir okkar menn því lokatölur urðu 130-83 fyrir Tindastól.

Fram kemur á heimasíðu Tindastóls að Helgi Rafn hafi verið í miklu stuði og skorað 34 stig, Darrell Flake gerði 19 stig, Antoine Proctor 14 ,Helgi Freyr 13, Viðar 12, Ingvi, Pétur og Palli 11 og Siggi 5 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir