Stólarnir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur

„Þetta er spennandi leikur sem allir strákarnir hlakka til!“ sagði Dominic Furness, þjálfari karlalið Tindastóls, en dregið var í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu nú í vikunni. Verkefnið sem Stólarnir fengu var ekki það þægilegasta, útileikur á Akranesi gegn Bestu deildar liði ÍA.

Leikurinn fer fram sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl í Akraneshöllinni og hefst kl. 15:00.

„Við erum með lítinn hóp, fyrir aðeins mánuði síðan vorum við með fimm leikmenn á æfingu, núna eru þeir fleiri!“ sagði Dominic þegar Feykir spurði hann hvort hann væri ánægður með leikmannahópinn. „Svo þetta batnar dag frá degi, ég veit að við getum bætt okkur svo miklu meira og ég veit að við munum gera það! Skref fyrir skref. Við verðum að halda áfram með þá vinnu og skuldbindingu sem við höfum sýnt undanfarnar vikur og það verður að koma frá hverjum einasta leikmanni. Við erum í ágætum málum; við verðum að halda áfram að byggja okkur upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir