Stólarnir teknir í bakaríið

Skemmtilegar myndir Hjalta Árna hanga á veggjum Sauðárkróksbakarís í Sæluviku. PF
Skemmtilegar myndir Hjalta Árna hanga á veggjum Sauðárkróksbakarís í Sæluviku. PF

Í Sæluvikunni munu hanga uppi í Sauðárkróksbakarí nokkur góð skot sem áhugaljósmyndarinn Hjalti Árnason hefur smellt af strákunum okkar í meistaraflokki Körfuknattleiksdeildar Tindastóls í vetur. Myndir Hjalta bera þess glöggt merki hve næmt auga hann hefur á viðfangsefninu og hafa myndir hans glatt margan körfuboltaáhugamanninn.

Tímabilið, sem lauk sl. laugardag, hefur sannarlega verið eftirminnilegt fyrir Tindastól og eru myndirnar valdar úr hundruðum mynda sem allar má finna inni á heimasíðu Körfuknattleiksdeildarinnar  og segir Hjalti á Facebooksíðu sinni að valið hafi ekki verið auðvelt.

Myndirnar eru til sölu og rennur allur ágóði til styrktar Körfuknattleiksdeildinni. Verð pr. mynd er kr. 7.500 og seljast myndirnar á staðnum í þeim ramma sem þær hanga í þar en ef fólk man eftir mynd sem það langar að eignast þá er um að gera að hafa samband við Hjalta og Nýprent ehf mun prenta myndina út eins og óskað er, en verð tekur mið af stærð og formi. Myndirnar á sýningunni eru í stærð 30x40cm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir