Stólarnir vilja í Höllina - Búist við hörku rimmu í Geysisbikarnum í kvöld

Í kvöld fer fram risaslagur í Geysisbikarnum er lið Stjörnunnar mætir ríkjandi bikarmeisturum í Síkinu á Sauðárkróki. Gestirnir, sem hafa verið á ágætum spretti í síðustu leikjum, ætla sér stóra hluti enda spáð toppsæti í deildinni í upphafi leiktíðar. 

Heimamenn í Tindastóli hafa verið í basli í sínum leikjum eftir jólafrí með tvo burðarása á bekknum en eftir því sem Feykir kemst næst eru allir orðnir heilir og liðið því fullskipað í kvöld.

„Ég er spenntur. Þetta verður hörkuleikur hjá hörku liðum. Við vorum í Höllinni í fyrra og okkur langar aftur,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður deildarinnar og hvetur alla til að mæta í Síkið. „Ef við fáum troðfullt hús aukast líkurnar á því að við förum í Höllina til muna.“

Eftir leikinn verður ljóst hvaða fjögur lið verða í pottinum á morgun þegar dregið verður um hvaða lið mætast í  undanúrslitum karla sem fram fara þann 14. febrúar. Auk Tindastóls eða Stjörnunnar eru það KR, ÍR og Njarðvík sem fara í Höllina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir