Stóllinn 2021-2022 kominn út

Nýr árgangur af Stólnum, kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, er kominn í dreifingu en það er kkd. Tindastóls og Nýprent sem gefa blaðið út. Starfsfólk Nýprents hafði veg og vanda af efnisöflun og skrifum en það er svo Davíð Már Sigurðsson sem á meginpart myndanna í Stólnum.

Efnistökin eru sígild en rætt er við þjálfara meistaraflokks karla og kvenna, Baldur Þór og Jan Bezica, auk þess sem talað er við fyrirliðana Helga Rafn og Telmu Ösp. Snædís Birna segir frá B-liði karla auk þess sem finna má leikjaplan meistaraflokkanna, æfingatöflu yngri flokka og fleira í blaðinu.

Blaðinu er dreift í hús á Króknum í dag en einnig verður hægt að nálgast Stólinn í Olís Varmahlíð og KS Hofsósi og á völdum stöðum á Króknum. Þá er ekki ólíklegt að einhver blöð slæðist með Tindastólsliðunum í útileiki og þá verður senn hægt að finna rafræna útgáfu Stólsins hér á Feyki.is.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir