Stórlaxar í Húnaþingi

Mynd af midfjardara.is
Mynd af midfjardara.is

Hver stórlaxinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á þurrt í húnvetnskum laxveiðiám síðustu vikurnar. Upp úr miðjum júlí veiddi Oddur Rúnar Kristjánsson 102 sentímetra langan lax í Hrútafjarðará og Lord Falmouth veiddi 105 sentímetra langan lax í Laxá á Ásum 22. júlí. Theódór Friðjónsson veiddi 100 sentímetra langan lax í Miðfjarðará 2. ágúst og daginn áður veiddi Ragna Sara Jónsdóttir 97 sentímetra lax í Blöndu. Vel hefur veiðst í húnvetnsku laxveiðiánum síðustu vikuna.

Mest hefur veiðst í Miðfjarðará sem af er sumri eða 675 laxar. Vikuveiðin gaf 223 laxa þannig að það er bullandi veiði í ánni. Laxá á Ásum er komin í 449 laxa og þar var vikuveiðin 74 laxar. Víðidalsá var með vikuveiði upp á 69 laxa og er komin í 331 lax sem af er sumri. Vatnsdalsá er komin í 173 laxa og vikuveiði gaf 49 laxa. Nýjar tölur vantar um veiði í Blöndu en 27. júlí höfðu veiðst þar 302 laxar. Veiðst hafa 78 laxar í Hrútafjarðará og Síká og 66 laxar í Svartá.

Skoða má aflatölur úr helstu laxveiðiám landsins á www.angling.is.

/huni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir