Stórmót húnvetnskra hestamanna á laugardaginn

Mynd: Hestamannafélagið Þytur, Facebooksíða.
Mynd: Hestamannafélagið Þytur, Facebooksíða.

Laugardaginn 16. júní verður stórmót húnvetnskra hestamanna haldið á Blönduósi. Mótið er sameiginlegt gæðingamót hestamannafélaganna Neista, Þyts og Snarfara og úrtökumót fyrir Landsmótið 2018.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
A-flokk gæðinga.
B-flokk gæðinga.
C- flokk gæðinga (bls 45 í reglunum og í Sportfeng er það undir annað, minna vanir).
Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu).
Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu).
Börn (10-13 ára á keppnisárinu).
Skeið 100 m.
Tölt (árangur fæst ekki skráður).
 Pollar (9 ára og yngri á árinu).

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 13. júní inn á skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com

Í Sportfeng er Þytur er skráður sem mótshaldari. Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður flokka ef ekki næst næg þátttaka.

Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.500 kr. Fyrir börn og unglinga .2000 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 1.500 kr. á hest. Þeir sem eru með farandbikara eru beðnir að koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst. Eftir að skráningu er lokið hækkar skráningargjaldið um 1.000 kr. Skráningargjald skal greiða inn á reikning nr. 0159 – 15 – 200343, kt. 550180-0499 um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið thytur1@gmail.com

Athygli er vakin á því að í gæðingakeppninni þarf hesturinn að vera í eigu félagsmanna í Neista, Snarfara, eða Þyts. Varðandi úrtökumót verður eigandi hests að vera skuldlaus við félagið. Sá sem skuldar árgjald frá fyrra ári hefur ekki keppnisrétt á mótum sem félagið er aðili að. Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni, http://www.lhhestar.is/././lh_logogreglur_28032017_prent.pdf

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir