Stórtónleikar í Skagafirði

Kórverkið Carmina Burana verður flutt undir stjórn Garðars Cortes í íþróttahúsinu í Varmahlíð sunnudaginn 2. Nóvember 2008 kl. 17.00.
Það eru sömu kórarnir og fluttu verkið í Langholtskirkju og svo í Carnegie Hall í New York síðastliðið vor, þar á meðal Carminahópurinn úr Skagafirði.   Auk þess mun Kór Flensborgarskóla bætast í hópinn. 

Verkið var flutt tvisvar sinnum í Langholtskirkju  og komust færri að en vildu.  Um 2000 manns sáu það svo í Carnegie Hall.   Carmina Burana hefur aldrei áður verið flutt í Skagafirði og er því  um frumflutning að ræða hér um slóðir.  Hugsanlega verður þetta stærsti kór hérlendis til að flytja það á Íslandi.

Það er Kristján F. Valgarðsson söngkennari sem hefur veg og vanda að uppfærslunni hér.
Forsala aðgöngumiða er í síma 862-6711 og á miðvikudaginn hefst forsala í versluninni Kompunni.  Verð miða í forsölu er kr. 2.500,-  en kr. 3.000,-  við innganginn.

Fleiri fréttir