Strákarnir áfram á meðal þeirra bestu

8. flokkur drengja í körfubolta hjá Tindastól vann einn leik í A-riðli Íslandsmótsins um síðustu helgi. Það dugði þeim til að halda stöðu sinni meðal þeirra bestu, en þessi síðasta umferð var einnig úrslitaumferð um Íslandsmeistaratitilinn þar sem KR-ingar urðu Íslandsmeistarar.

Að sögn Kára Maríssonar þjálfara voru andstæðingarnir erfiðir að þessu sinni og greinilega mikill munur á B- og A-riðlum í þessum flokki. Hann var ekki alveg nógu sáttur við spilamennsku sinna manna, taldi að þeir ættu mikið inni og hefðu ekki verið að spila sinn besta leik. Framtíð liðsins væri þó björt. Gaman er frá því að segja að innan 8. bekkjar æfa allir nema tveir körfubolta og hefur Kári náð frábærum árangri með þennan hóp.

Strákarnir unnu Ármann örugglega í síðasta leiknum og dugði það til þess að klára Íslandsmótið í A-riðli sem er mjög góður árangur hjá strákunum, en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir spila meðal þeirra allra bestu.

Fleiri fréttir