Stúlka varð fyrir bíl á Skagfirðingabraut

Umferðaróhapp varð á Skagfirðingabraut á Sauðárkróki um klukkan þrjú í dag þegar stúlka varð fyrir bíl. Barnið var flutt á sjúkrahús en meiðsli reyndust óveruleg. Vegfarendur eru minntir á að skólar eru nýbyrjaðir og mikið af krökkum við og á götunum og því rétt að fara varlega í umferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir