Stutt æfingahlé

Þrátt fyrir að úti sé sól og yfir 20 gráðu hiti er sumarstarfi frjálsíþróttadeildarinnar lokið og stutt æfingahlé stendur yfir. Gert er ráð fyrir að æfingar byrji aftur 13. september með kastþjálfun úti fyrir alla aldurshópa.

Inniæfingar hefjast væntanlega í lok september og segir á heimasíðu deildarinnar að þær verði nánar auglýstar þegar nær dregur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir