Styrkir veittir á Skagaströnd

Tómstunda- og menningarmálanefnd Skagastrandar hefur auglýst eftir umsóknum um styrki úr menningarsjóði Skagastrandar. Styrkir eru veittir samkvæmt samþykktum um menningarsjóðinn og miða að því að styrkþegar efli menningu í sveitarfélaginu og er  þá átt við myndlist, tónlist, leiklist, ritlist, varðveislu menningar, menningarviðburði og yfirleitt flest það sem flokka má sem menningu.

 

Skilyrði eru sett fyrir styrkveitingu og skulu þau einkum vera þau að umsækjandi eigi heimilisfesti í sveitarfélaginu og umsóknin falli að markmiðum sjóðsins.

Sjá nánar HÉR

 

 

Fleiri fréttir